Af şeim sirka 100 Famicom leikjum sem ég á eru tæplega 30 şeirra svo kallağir pirate leikir. Eins og ég er búinn ağ koma inn á áğur şá eru pirate leikir, ağ vissu leiti, ólögleg framleiğsla í óşökk Nintendo. Flestir pirate leikir eru framleiddir í Asíu og A-Evrópu, og ég held ég geti sagt meğ nokkurri vissu ağ alla vegana 90% af pirate leikjum, voru og eru, framleiddir í Kína. Í dag virğa flest lönd alşjóğleg höfundarréttarlög, şannig ağ verslun meğ varning sem er greinilega einhverskonar eftirlíking getur veriğ varasöm. Sum pirate fyrirtæki reyna ağ nıta sér frægğ şekktra merkja meğ şví ağ breyta şeim ağeins, şannig ağ fólk taki jafnvel ekki eftir şví ağ um svikna vöru sé ağ ræğa. Gott dæmi um slíka hluti væru ADADAS skór, FUMA íşróttatöskur og FONY mp3 spilarar, sem er hægt ağ finna í kínabúğum erlendis og stundum í kolaportinu.
Şetta væri mun stærra vandamál ef Jean Claude Van Damme hefği ekki gert heimildarmynd um şetta
Şetta er líka oftast reyndin í tölvuleikja pirate bransanum, en á şó ağeins meira viğ tölvurnar sjálfar. Sem dæmi um şağ getiğ şiğ litiğ á seinustu bloggfærslu mína og séğ myndina af
Nintendo Famicom tölvu viğ hliğina á
NTDEC Family Game tölvu. Şağ er ekki tilviljun ağ şær eru svona líkar,
NTDEC tölvan átti greinilega ağ fljóta á frægğaröldu
Famicom tölvunnar. Şetta á misjafnt mikiğ viğ şegar kemur ağ pirated tölvuleikjum. Ef fólk kaupir leikjatölvu á annağ borğ şá á şağ eftir ağ vilja kaupa leiki líka. Şar sem
pirate leikir koma oftast í engum kassa og án bæklings, şarf hylkiğ ağ segja svo lítiğ mikiğ um leikinn til şess ağ lokka ağ kaupanda. Şağ sem flestir
pirates gera er einfaldlega ağ skanna miğann sem var á upprunalega leiknum og setja hann utan á hylkiğ meğ örlitlum breytingum. En síğan eru sumir leikir meğ miğum sem eiga nánast ekkert skilt viğ leikinn sem hylkiğ inniheldur. Ástæğan fyrir şví er (held ég) ağ
pirate forritararnir hafa ağeins fengiğ leikinn á stafrænu formi og hafa şví şurft ağ búa til límmiğana utan á leikin eftir şví sem şeir héldu ağ leikurinn væri um. Şağ sem verğur ağ hafa í huga er ağ margir şessara
pirate leikja eru búnir til áğur en internetiğ varğ vinsælt (hvağ şá í Kína). Síğan er líka eflaust margt sem er einfaldlega "
lost in translation". Hvağ myndi til dæmis gerast ef ég myndi senda einn şátt af Næturvaktinni til Indlands án allrar şığingar og segja şeim ağ búa til tölvuleik byggğan á şáttunum?
Şağ sem kemur hérna fyrir neğan eru myndir af fjórum pirate leikjum sem ég á, şar sem límmiğarnir hafa örugglega veriğ gerğir án mikillar vitneskju um hvağ leikurinn snerist um. Fyrst kemur samt mynd af upprunalega leiknum til samanburğar. Ég mæli meğ şví ağ şiğ smelliğ á myndirnar til ağ sjá şær í hærri upplausn.
Batman (Sunsoft 1989)
Upprunalega hylkiğ segir allt sem segja şarf. Şağ stendur Batman á şví, şağ er stór mynd af Batman-merkinu og şağ er kolsvart eins og hjarta Bruce Wayne. Şağ ağ leikurinn er gefinn út af
Sunsoft gefur líka til kynna ağ hér sé eğal
platformer leikur sem flestir geta haft gaman af.
Fyrir utan gulu hástafina í neğra-hægra horni şessa hylkis er ekkert sem gefur til kynna ağ şetta sé Batman leikur. Andlitiğ á myndinni virğist vera einhverskonar albínóavampíra meğ ör niğur eftir andlitinu. Hægra megin viğ andlitiğ er ekki Batmanbíllinn frægi, heldur dularfullur og drungalegur vagn dreginn af hestum. Şar fyrir utan flögra misstórar leğurblökur útum allan límmiğann, en ég er ekki viss hvort şağ sé til bóta.
Hvağ var listamağurinn ağ hugsa: "Hmm... Bat... Man... Semsagt einhvers konar leğurblökumağur? Şetta hlitur ağ vera leikur um vampírur şannig ég teikna bara mynd af Nosferatu."
Super Mario Bros. (Nintendo 1985)
Flott hylki út í gegn. Şetta límmiğasniğ er klassískt fyrir
Nintendo Famicom leikina, smá texti vinstra megin og svo innrömmuğ mynd meğ viğfangsefni leiksins. Myndin er líka vel heppnuğ şar sem viğ sjáum píparann Mario í miğju stökki nıbúinn ağ kıla goomba. Allt í kringum hann eru síğan óvinir, hlutir, umhverfi og persónur sem mağur á eftir ağ sjá í gegnum leikinn.
Viğ fyrstu sın virğist şessi miği vera nánast "
copy-paste" af hinum fyrri, en bíğum ağeins viğ. Hvar er Mario? Af hverju í ósköpunum höfğu şeir fyrir şví ağ endurgera miğann nánast eins og orginalinn en klipptu síğan út ağalpersónuna á síğustu stundu. Meira ağ segja goombain er ennşá í miğju lofti eftir ağ einhver ósınilegur kraftur kıldi hann.
Hvağ var listamağurinn ağ hugsa: "Vel gert ég! Lıtalaus endurgerğ! Myndin er samt full şröng meğ şessum rauğa kalli í miğjunni, betra ağ klippa hann bara út."
Teenage Mutant Ninja Turtles (Konami 1990)
Upprunalega hylkiğ er frekar flott! Leonardo, Michaelangelo, Donatello og Raphael eru allir á hjólabrettum, meğ vopnin munduğ og virğast vera ağ brjóta sér leiğ í gegnum múrsteinsvegg! Uppí vinstra horninu er síğan klassíska logo-iğ sem var notağ í allt tengt
Turtles; leiki, sjónvarpsşætti og leikföng. Allt í allt mjög lısandi hylki, şağ fer ekki á milli mála hvağa leikur şetta er.
Bíğum ağeins viğ, hvağ er í gangi hérna? Şetta eru stökkbreyttar skjaldbökur, enginn vafi á şví en şağ er eitthvağ ekki rétt viğ şetta. Voru skjaldbökurnar meğ sólgleraugu í gömlu şáttunum? Og hvağ er máliğ meğ vopnin şeirra. Ekki eitt af şessum vopnum gæti talist sem ninjavopn! Einn şeirra er meira ağ segja meğ steinaldar steinöxi og skjöld, og annar meğ BÚMERANG! Svo stendur bara "TURTLE NINJA II" í rauğum prentstöfum neğst. Glatağ.
Hvağ var listamağurinn ağ hugsa: "Táningar ganga meğ sólgleraugu, tjékk. Stökkbreytlingar eru meğ rasshausa, tjékk. Ninjur... ninjur... veit ekki alveg hvağ şağ er, sleppi şví. Skjaldbökur?! Djö... Şá şarf ég ağ lita şessa bağstrandagæja græna."
Bónus mynd: Fann şessa mynd í gegnum Google. Svo virğist vera sem listamağurinn á bak viğ fyrsta skjaldbökuslysiğ hafi şótt şağ góğur ağ hann var fenginn til ağ teikna mynd utan á "NINJA TURTLES III" líka. Í şetta skipti eru skjaldbökurnar komnar í fjólublá stígvél og hanska, og meğ svartar andlitsgrímur. Fáránlegu vopnin, sólgleraugun og rasshausarnir eru ennşá til stağar.
Ducktales (Capcom 1989)
Ég verğ ağ viğurkenna ağ ég er persónulega ekkert rosalega hrifinn af şessari hönnunn á límmiğa, alla vegana ekki miğağ viğ límmiğann sem var á
NES leiknum. En şağ er samt allt şarna sem til şarf. Mynd af Jóakim Ağalönd,
Ducktales logoiğ í smáum stöfum fyrir neğan japönsku skriftina sem ég bıst viğ ağ şıği
Ducktales líka. Şağ fer alla vegana ekki á milli mála hver er ağalpersónan í şessum leik.
Já sæll! Şağ stendur reyndar
Ducktales şarna neğst en... sko... já...
Hvağ var listamağurinn ağ hugsa: "Leikur um önd sem ferğast um heiminn í kapitalískri auğsöfnun!? Şağ á engin eftir ağ vilja kaupa şannig leik. Şessi mynd er mikiğ maóískri"
Takk fyrir lesturinn!
Athugasemdir
Haha snild! Elska Batman dótiğ :D
Dal (IP-tala skráğ) 27.9.2011 kl. 05:57
Bæta viğ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt ağ skrifa athugasemdir viğ færsluna, şar sem tímamörk á athugasemdir eru liğin.