Færsluflokkur: Bloggar

Leikjanördabloggið flytur á Nörd Norðursins!

Kæru lesendur.

Mér hefur boðist að halda áfram bloggskrifum mínum á síðu Nörd Norðursins, þar sem ég hef þegar skrifað nokkrar skemmtilegar greinar um gamla tölvuleiki og eina um kortaspil. Fyrir þá sem ekki vita er Nörd Norðursins vefsíða sem fjallar um allt og ekkert sem getur á einhvern hátt tengst inn á ýmis njarðarleg efni, en þar má finna greinar um tölvuleiki, borðspil, vísindi, tækni, kvikmyndir, bækur og margt margt fleira. Á næstu dögum og vikum munu þær færslur sem ég hef þegar skrifað hér birtast á nýju slóðinni, og svo held ég að sjálfsögðu áfram að skrifa nýjar færslur, en ég stefni áfram á eina til tvær á viku.

Fyrir þá sem vilja halda áfram að fylgjast með ævintýrum mínum í tölvuleikjasöfnun, getið þið fundið nýju bloggslóðina HÉR. Og fyrir þá sem eru of latir til þess að fara inn á vissar vefslóðir reglulega þá er ekki óvitlaust að like-a Nörd Norðursins á Facebook, og fá þá allt efni sem birtist á þeirri síðu (ásamt Leikjanördablogginu) í fréttaveitunni á Facebook.

Takk fyrir lesturinn!


Stutt kynning

Ég heiti Kristinn og ég safna gömlum tölvuleikjum.

Eins og flestir vita þá hefur mannsskepnan þörf fyrir að ræða og tjá sig um áhugamál sín, og vegna skorts á fólki með þetta áhugamál í mínum innsta hring er hugmyndin með þessu bloggi að skrifa um ævintýri mín í tölvuleikjasöfnun og fá þannig smá útrás. 

Þetta ætti að duga sem fyrsta færsla, ég mun reyna að skrifa alla veganna eina eða tvær færslur á viku, en við skulum sjá til hvernig það lukkast.

Takk fyrir lesturinn!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband